Ég sem ætlaði að heimsækja hann um helgina. Elsku Loki, Border Collie hundurinn sem ég og mín fyrrverandi keyptum okkur í fyrra vor, lést í morgun í eldsvoða heima hjá henni í Svíþjóð. Í morgun þegar allir voru í vinnu, þá skall á þrumur og eldingar sem kveiktu í húsinu sem hann var í. Hann var aðeins einsárs. Ég var ekki búinn að sjá hann síðan um áramót og saknar hans mikið. Fyrir löngu síðan var ég búinn að ákveða að skella mér út í skírnarveislu hjá bróðir mínum um helgina og hafði ég hugsað mér að kíkja á hann. En nú er það of seinnt.

Loki þér er sárt saknað, ég sé svo eftir þér, ég hefði átt að taka þig með heim.