Ég er með rúmlega eins árs Golden tík sem er farin að haga sér undarlega. Þegar við förum út að labba þá er hún alltaf pissandi. Áðan var ég með hana úti í 10 mínútur og hún pissaði 8-9 sinnum.
Ég hélt fyrst að þetta væri blöðrubólga, en hún pissar aldrei inni. Getur það samt verið þessi blessaða bólga?
Ég er ráðalaus og þarf eflaust að taka þvagsýni og fara með það til dýralæknis……en áður en ég geri það verð ég að spyrja hvort þið hafið einhverntímann lent í svipuðu.