Er í lagi að tíkur eignast hvolpa í fyrsta sinn á 4ára aldrinum? Tíkin mín slapp nefnilega út í gær að nóttu til og fann þarna einn hreinræktaðan rakka og hún er óhreinræktuð og hann hefur víst hvolpafyllt hana. Og ég veit ekki einu sinni hvar hann býr en veit bara að hann heitir Pjakkur. Veit alls ekki tegundina en ætla uppá bókasafn að leita í bókum. Er ofboðslega hrædd um að hún meigi ekki eignast svona gömul ég er hrædd um að hún geti dáið. Vonandi svarið þið mér.