Hvaða tíkareiganda langar ekki til að láta hana gjóta í eitt skipti? Annaðhvort til að halda einum eftir, eða bara til að hafa gaman að því að vera með hvolpastóð í smá tíma.
http://st15.startlogic.com/~justonel/litter.html Hér er síða sem vert er að skoða fyrir þá sem eru í þessum hugleiðingum.
Ég sjálf er mjög á móti því að fólk láti blendigs tíkurnar sínar gjóta, þó að það sé ekki “nema” eitt got. Skýringin er sú að mikið af blendings hvolpum lenda á miklu heimilisflakki og margir enda ævi sína sem óskilahundar snemma á ævinni.