Sæl veriði voffafólk.


Nú rétt áðan fann ég lítinn voffaling úti í slydduni og umferðinni á horni Njálsgötu og Klapparstígs.
Hann var ekki með ól og því ómerktur og enginn í sjónmáli sem gæti verið á eftir honum.
Hann er loðna sortin, svartur að mestu en þó eru brúnir flekkir á honum og eittvað hvítt á maganum minnir mig. Afspyrnu gæfur og það var ilmvatnslykt af honum. Eflaust konu-hundur.

Ég náði að kalla hann til mín (held reyndar að þetta sé tík) og þrammaði aðeins um hverfið í leit að einhverjum sem saknaði slíks voffa.

Nú leitin bar engan árangur og gekk ég því inn á myndbandaleiguna Aðalvideoleigan á Klapparstíg.
Konan þar í afgreiðsluni kannaðist nú við voffann og vissi til þess að ein kona, sem hún mundi ekki nafnið á ætti hann.
Hún bauðst til þess að taka skinnið að sér og virtist hann una sér vel á leiguni.

Þannig ef einhver sem les þetta kannast við fólk sem á svona hund í þessu hverfi, hafið þá samband við það og spurjið hvort þeirra hundur sé týndur.
Hann er þá þarna á videoleigunni.

Fleira var það ekki.