Svoleiðis er mál með vexti að ég átti hund, lítinn púðlu terryer blending, sem átti það til að strjúka næstumhvenær sem honum gafst tækifæri til. Hann röllti um allt og lék sér ok kom aftur eftir c.a. 2-3 tíma. Þetta gat orðið nokkuð leiðigjarnt og nágrannar farnir að kvarta. Þess má geta að hann var ógeldur. Ég hef tekið eftir að flestir ógeldir hundar sem ég þekki eiga þetta einmitt til. En mín spurning er sú, er þetta eðlilegt eða eru þetta hrein mistök í uppeldi? Eru til aðferðir til þess að sporna við þessu og ef svo er hverjar?