Ég sá í dag þegar að ég var að keyra heim úr búð með mömmu minni að það var svona 4 ára strákur sem var öskrandi og grenjandi af því að það var laus hundur sem var að reyna að leika við hann.
Hundurinn varð mjög æstur þegar að krakkinn byrjaði að öskra á fullu og krakkinn hljóp út um allt og datt,hann hljóp heim til sín þegar að pabbi hans kom brjálaður út með sígarettuna í munninum,eins og hann ætlaði hreinlega að drepa hundinn hann fór til eigandans svo sá ég ekki meir.

Er hægt að láta lóga hundinum fyrir þetta???
Það væri bara bull,því að krakkinn var nánast að biðja um að fá hundinn ofan á sig með öllum látunum.