Tegundahópur 5 hjá FCI
Viðurkenndur hjá FCI
Srærð rakkar að herðakambi 46 cm og tíkur 42 cm
Feldur Íslens fjárhundurinn getur ýmist haft snöggan feld eða síðan (lubbi). Undirfeldur er mjúkur og ullarkenndur, nefndur þel. Yfirfeldur sem kallast tog, er þéttur og fremur grófur. Hann hrindir vel frá sér vætu og er veður þolinn.
Litir íslensks fjárhunds geta verið margvíslegir, en einn aðallitur er þó ávallt ríkjandi. Viðurkenndir eru gulir litir frá ljósgulum til dökk-rauð-guls, leirhvítur, mórauður,grár og svartur. Hvítur litur fylgir alltaf aðallit, en má þó ekki vera ríkjandi.
Annað höfuð er sterklegt og svolítið hvelft að ofan. Augun eru möndlulaga og leiftrandi. Þau eru dökk, en ljósari á mórauðum og leirhvítum hundum. Eirun eru upprétt og skott hryngað. Islenskur fjárhundur hefur mildan, greindarlegan og oft brosleitan svip. Sporar meiga vera töfaldir á framfótum og eru æskilegir á afturfótum.