Sylla er hundur vinkonu mömmu minnar. Hún er afskaplega góð og hefur alltaf verið þæg. Ég þekki hana ekki mikið en af því sem é fhef heyrt af henni þá hefur hún verið rosaleg góður hundur. En svo gerðis það einhvern tímann að hún varð svo skrýtin.

Hún byrjaði á því að snúa hausinum til beggja hliða í átt að rassinum og gerði það oft. Hún fór líka að gelta miklu meira en hún hafði gert, ég held jafnvel að hún hafði varla gelt áður.

Einu sinni vaknaði hún um nóttina og vakti eiganda sinn. Eigandinn fór með Syllu fram og Sylla hagaði sér skringilega. Eigandinn gaf henni að drekka. Sylla drakk allt upp úr skálinni go vildi meira. Eigandinn gaf henni meira go Sylla drakk það allt líka.
Svo næsta dag þá fóru þau í vinnuna og “börnin” í skólann. Svo þegar karlinn kom heim, þá vr Sylla búin að pissa inni, held að það hafi verið eitthvað mikið. En hún hafði aldrei pissað inni áður.

Svo fórum við (fjögur af þeim og Sylla. Mamma, pabbi, ég og vinkona mín) í útilegu. í þessari útilegu hresstist Sylla nokkuð mikið við og var farin að leika sér smá. En þó gelti hún mjög mikið og sérstaklega þegar aðrir hundr komu framhjá. En þó var hún farin að skemmta sér meir.

Ég vil vita hvort að þetta hafi einhvern tímann gerst hjá hundum ykkar eða hjá öðrum hundum sem þið þekkið? Gæti þessi ástæða verið sú að hún hafi séð eitthvað sem mynti hana á gömlu eigendur sína, en þeir voru vondir við hana?

Held samt að henni líði betur núna.