Ég eignaðist hann fyrir allmörgum árum,þá bjó ég hjá foreldrum mínum, og fljótlega eftir að hann kom þá fór ég fram í vaskhús til hans á kvöldinn og sat þar lengi og talaði við hann eins og barn, enda var hann barnið mitt og mér þótti afskaplega vænt um þennan hund. Og þegar ég fór að tengjast honum þá fór ég að kenna honum.T.d þá kenndi ég honum að sækja símaskrána, og sagði meðal annars án þess að hreyfa legg né lið og kallaði til hans að rétta mér síma skrána og það lá við að afturlappirnar væru á lofti þegar hann lærði það fyrst að koma með símaskránna.Og þegar ég flutti frá foreldrunum mínum sem var ekki langt eða í næsta hús. Þá hringdi kannski mamma og sagði mér að senda hundinn að sækja matinn sinn og ég opnaði útidyrnar og sagði ósköp róglega að mamma væri með mat handa honum og hann þaut af stað, og þetta var hálfur innkaupa- poki af fuglakjöti, og ég tók kvikmynd af þessu og kannski á ég eftir að sýna það hér hver veit.
Hann kom með mér á sjóinn og það var gaman að sjá hann stíga veltuna, og gelta að fiski sem hann hafði ekki séð áður. Honum var ekki vel við krabbana og gelti mikið að þeim, það var eins og hann vissi að þeir væru hættulegir ef hann vogaði sér nær þeim.Ég þurfti ekkert að benda þegar ég vildi fá hann til að gera eitthvað,ég þurfti bara að segja það og hann gerði það, svo var ég tengdur honum.Það kostaði mikla vinnu að tengjast honum og það var líka þess virði og það var alltaf léttara og léttara að kenna honum.Það eru tíu ár síðan hann dó og ég sakna hans ennþá, og það er fyrst núna sem mig langar´til að fá mér hund og er núna að svipast um þessa dagana og bíð eftir réttu stundinni.
Eitt að því fyrsta sem ég kenndi honum var að sækja póstinn fram í dyr og hann kom alltaf með þau þurr og óskemmd. Nema einu sinni, þá heyrir mamma að pósturinn kom að dyrunum og henni fannst líða frekar langur tími að hundurinn kæmi með bréfið og fór að gá að því, og þá er hundur- inn með eitt bréfið eða leyfarnar af því,þá var hann búinn að rífa það í tætlur.
Og það var strax farið að púsla það saman, og þá var það frá hundahreinsunni og tilkynning um að það ætti að koma með hann klukkan 14 á miðviku- degi. Með fyrirfram þökk: Viskar.
Gefðu svöngum manni fisk að borða og það dugir honum í einn dag.