Það væri óskandi að fólk sem hefur engann áhuga á þessu áhugamáli gæti sleppt því að koma með “useless comment” á grein, þessi “comment” innihalda oft niðurlægjingar og þessháttar í garð þess sem skrifaði greinina.
Mér finnst þetta sýna vanþroska og segir í raun mest um þann sem endilega verður að koma með barnalegar og algerlega órökstuddar yfirlýsingar um að hitt og þetta, bara til þess eins að sýnast eitthvað mieri maður og töffari, eða hreinlega vera að stofna til rifrildis og vandræða :/
Þetta á auðvitað við á öllum áhugamálunum, en ekki bara hérna inni.

Ég er allavega komin með hundleið á þessu, hvað með ykkur hin ?
———————————————–