Hann er að verða 8 mánaða og sýndi fyrstu merki “graðsins” fyrir viku síðan. Á líka 11 ára gamla tík og hann er óður í að fara upp á hana. Ég vona að hann hafi ekki náð því, því ég vil ekki fara lenda í hvolpastandi núna og sérstaklega ekki með 11 ára gamla tík.

Hundurinn er graður í hana og tíkin vill að hann fari upp á sig. Er eitthvað hægt að gera án þess að gelda hann? Ég vil það nefnilega ekki en ástandið er óþolandi eins og þetta er núna.

Það þýðir ekkert að skamma rakkann því hann hættir þá í 5 mín og reynir svo aftur. Hann hlýðir mér alltaf því hann veit að ég skamma hann ef hann gerir eitthvað rangt en það er eins og hann viti ekki að hann megi ekki fara upp á hana.

Ef einhver er með lausn þá má hann segja mér hana. Öll ráð vel þegin.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.