Það sem sérhver hundaeigandi veit, er að hundanammi er dýrt og fullt af einhverjum torkennilegum aukaefnum. Því hef ég stundum bakað svolítið fyrir hundana mína og er kostnaðurinn í kringum 300 kall. Þar að auki eru hundarnir brjálaðir í þetta og ég hef enn ekki hitt þann hund sem fúlsar við þessu. Nammið er sirka svona;

Ein fata lambalifur ( fæst í flestum stórmörkuðum ) Slatti af hveiti 1-2 egg Hvítlauksduft ef maður á það til! Lifrin er hökkuð í matvinnsluvél, síðan er hinu blandað út í og látið mixast í smá stund. Smyrjið ofnplötur eða notið bökunarpappir. Maukið læt ég persónulega í hundaskítspoka , klippi horn af og spauta því í lengjur á plötunni. Aðrar aðferðir eru vafalaust til. Þetta baka ég á 200 - 250 í stutta stund. Þegar þetta er búið að kólna sker ég þetta í litla bita, set litla skammta af hverju í poka eða önnur ílát og frysti og gríp til þegar þörf er á. Hundarnir passa samt upp á að eitthvað verði étið samdægurs. Ef einhver er svo vitlaus að prufa þetta þá endilega segið mér hvernig fór.