sælir hundaeigendur.
ég er alveg í öngum mínum eftir að hafa horft á myndband frá amerísku PETA samtökunum, um grimmilegar rannsóknir á hundum og köttum af hálfu þarlendra dýrafóðursframleiðenda. ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hugsað útí það að saklaus dýr þurfi að þjást hryllilega til að hundurinn minn geti fengið fóðrið sitt. því vildi ég spyrja ykkur þarna úti hvort einhver vissi um hundafóður (sem fæst hérlendis) frá framleiðanda sem ekki notar lifandi dýr í rannsóknum sínum.
svo vil ég hvetja alla sem hafa velferð dýra að leiðarljósi að skoða heimasíðu PETA og myndbandið þeirra sem tekið var í Iams fyrirtækinu. Hafið vasaklútinn við höndina!