Ég er alveg að verða brjáluð á þessu ég bí á litlum stað útá landi (Bíldudal) og er með hund. En þegar ég fer með hana út að labba og hún gerir sitt… þá er alveg rosalega pirrandi að þurfa taka þetta upp og það eru hvergi ruslatunnur til að henda þessu í :s
Maður er kannski að fara í langan göngutúr segjum bara 2 tíma göngutúr og þurfa þá að halda á þessu allan tíman :s ég hef stundum stolist til að setja þetta í ruslatunnur hjá húsunum í kring ef ruslatunnan er nálagt götunni en það er bara frekar leiðinlegt að þurfa alltaf að gera það þar sem það eru mjög fáar ruslatunnur hér svona nálagt götunni.
Hvernig er það á stöðunum sem þið búið á eru einhverjar ruslatunnur sem þið getið hent þessu í eða þurfið þið líka bara halda á þessu allan göngutúrinn ?
Ég hef verið að spá í að senda bæjarstjóranum eða einhverjum bréf um þetta en hef ekki komið mér í það enn, en hverjum á maður að senda bréf ? endilega segið hvað ykkur finnst um þetta.

Kveðja Jóhanna
“It is our choices Harry, that show what we truly are, far more than our abilities.”