Ég rakst á soldið áhugavert í kjölfarið á þessari umræðu allri um drápið á Dodda finnst mér allt í lagi að fólki lesi þetta úr Hundasamþykktinni:

“Í Hundasamþykkt Reykjavíkur nr. 52/2002 segir að leyfishafa sé skylt að hafa í gildi ábyrgðartryggingu vegna hunds síns og gerir heilbrigðis­nefnd heildarsamning við tryggingarfélag eða félög um slíka tryggingu. Skal ábyrgðartryggingin ná til alls þess tjóns, sem hundurinn kann að valda mönnum, dýrum, gróðri og munum. Heilbrigðisnefnd Reykavíkur hefur gert heildarsamning við VÍS Vátryggingafélag Íslands hf.

Í hundasamþykktinni segir einnig að hafi eigandi hunds eða eftirlitsaðili ástæðu til að ætla að hundurinn sé grimmur eða varasamur, skal eigandi sjá til þess að hundurinn sé ávallt mýldur utan heimilis síns. Ef hundur telst hættulegur, getur eftirlitsaðili, tjónþoli eða forráðamaður hans krafist þess að hundurinn verði aflífaður og er þá skylt að verða við þeirri kröfu, enda hafi verið leitað álits sérfróðra aðila, s.s. dýralæknis eða hundaþjálfara, sem viðurkenndur er af Heilbrigðis­eftirliti Reykjavíkur, áður en ákvörðun um aflífun er tekin.”