Hæ, ég var að fá hund, hún heitir Týra og ég held að það hafi verið einhverjir hugarar sem áttu hana á undan mér.
Hún var 7 mánaða þegar ég fékk hana og er nú 9 mánaða, ég er búin að eiga hana í 2 mánuði og það hefur gengið alveg rosalega vel :).
Hún er blanda af border collie og íslenskum fjárhundi og er besti hundur sem ég hef kynnst.
Hún er svört og hvít (hvít á maganum, með smá hvítt á endanum á skottinu og með doppótta svarta og hvíta fætur).
Þegar ég fékk hana var búið að venja hana mjög vel og kenna henni að t.d setjast, koma og meira en svo er ég búin að kenna henni að leggjast, standa á tveimur fótum og heilsa, hún er mjög fljót að læra og geltir og urrar bókstaflega ekkert. Þetta er fyrsti hundurinn minn og ég er MJÖG ánægð með hana :D En ef þið vitið um eitthver námskeið sem þið haldið að passi fyrir okkur Týru endilega látiði mig vita :)
Afsakkið óþægindin =D