Ég veit að þetta er hálf asnaleg spurning þar sem ég hugsa að flestir sem eiga hunda elska þá út af lífinu.
En ég vildi bara vekja smá athygli á því að hundarnir okkar lifa ekki nema 10-15 ár ef allt gengur vel þess vegna skil ég ekki þegar fólk gerir hluti sem geta komið í veg fyrir að hundurinn lifi svona lengi. t.d. að leyfa hundinum að hlaupa lausum þar sem hann er ekki öruggur ég varð vitni að því seinast á laugardaginn að keyrt væri yfir hund og hann dó, það var lítill strákur sem átti hundin og voru þeir alltaf saman en hundurinn alltaf laus hún var rétt orðin eins árs hún hefði getað lifað örugglega miklu lengur og þetta var ekki í fyrsta skiptið sem ég hef séð hunda hlaupa fyrir bíl. Mörgum finnst maður kannski vera vondur með því að hafa hundinn alltaf í bandi en það eru til ólar sem hundurinn getur farið allt að 6 metrum frá þér og ég er viss um að hann kvelst mun mynna af því að vera í ól heldur en að lenda undir bíl. hundar vita heldur ekki alveg hverju þeir eiga að passa sig á þegar kemur að umferðinni þannig að við verðum að gera það fyrir þá hjálpið hundinum ykkar að lifa lengur og tryggið það að hann sé öruggur í umferðinni :)