Ég bý erlendis og leigi hjá vini mínum sem á mjög fallegan husky-hund. Hundurinn er mjög vinalegur, en gjörsamlega illa upp alinn. Hann er sem betur fer búinn að læra að fara ekki inn í herbergið mitt, en hann á það til meðal annars að skíta á gólfið, þó hann fari út a.m.k. 3svar sinnum á dag. Það er heldur ekki hægt að sleppa honum lausum, því hann kemur ekki þegar kallað er á hann nema hann haldi að maður ætli að skilja hann eftir. Hann er hér um bil 4 ára gamall og ég veit að hann getur lært, en þar sem eigandinn hefur ekki verið mjög duglegur að ala hann upp er hann alls ekki duglegur að hlýða.

Er einhver með einhver ráð? Það gengur ekki að hundurinn skíti endalaust á gólfið….