Hvolpurinn minn er 11 vikna og hlýðir “sestu” mjög vel en svo þegar ég ætla að kenna honum að vera kyrr þá labbar hann ALLTAF í burtu, hann eltir mig ekki eða neitt þannig heldur labbar hann undir næsta borð, eins og hann sé eitthvað hræddur við orðið “kyrr”. Þannig að ég geri eins og Zaluki hefur sagt, láttu hann setjast á sama stað aftur og endurtaktu þetta aftur. Engin breyting. Hann labbar alltaf undir borð eða stól. Hvað er að?? Ég er að verða virkilega pirraður á þessu.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.