Hundasýningar eru nokkuð skemmtilegar en skrítnar sýningar.
Ég sá fyrir stuttu í snjónvarpinu hundasýningu í Bretlandi eða eitthvað. Þar var bara verið að tala um dómarann en ekki hundana sjálfa. Svo voru gamlar konur hlaupandi um með hundana og þeir sem voru að lýsa sýningunni voru bara: ,,já ég held að dómarinn velji þennan hund. Nei! Hann valdi þennan hund ekki!"
Það getur nu samt verið að þetta gangi aðalega út á dómarana. Það á að sýna hundinn minn á morgun og maðurinn sem sýnir hann er alveg á taugum og heldur að þetta verði einhver finnskur dómari sem verður voða strangur.
En það getur verið að hann verði það ekki en flestir sem að ég þekki, og eru að sýna hunda, hugsa mjög mikið um það fra hvaða landi og hvernig dómarinn litur út. Það er náttúrulega eitthvað til í því hvernig dómarinn hagar sér eða dæmir skulum við frekar segja, eftir því fra hvaða landi hann kemur frá. T.d. held ég að finnskir, pólskir og breskir dómarar séu strangastir en það getur líka bara verið í hvernig skapi þeir eru hvernig þeir dæma.
Mér finnst þetta voða skrítið og vildi bara koma þessu á framfæri.
Lík ég þar með þessari grein með því að segja að það getur verið mjög erfitt að sýna hunda, eða önnur dýr, og ætti enginn að búast við því að vinna ;)