Einstakt tækifæri fyrir alla áhugamenn um hunda og hundamenningu

Hundaskólinn Gagn og Gaman stendur fyrir tveimur einstökum fyrirlestrum í lok mars. Fjallað verður um ,,tungumál” hunda í máli og myndum. Þátttakendur fá m.a. að sjá og heyra hvernig hundar nota ,,tungumál” sitt til forðast og koma í veg fyrir átök og árekstra. Einnig verður fjallað um lyktaraðgreiningu, hvernig hundar vinna með nefinu og fjallað um jarðsprengjuleit með hundum í Angóla. Fyrirlesarar eru Turid Rugaas og Anne-Lil Kvam frá Noregi sem báðar eru fyrirlesarar á heimsmælikvarða.

Mánudagur 29. mars
Anne-Lill Kvam mun vera með fyrirlestur og einstaka myndasýningu um vinnu sína með jarðsprengjuleitarhunda í Angóla og segja okkur hvernig hún hefur þróað vinnu sína þar út í sporaleit og lyktaraðgreiningu.

Þriðjudagur 30. mars
Turid Rugaas heldur fyrirlestur um róandi merki og mun fyrirlestur hennar m.a. byggja á einstöku einkamyndasafni hennar sem á engan sinn líka.


Verð á hvort námskeið fyrir sig er 5.000.- kr. en ef mætt er á bæði er það 8.000.- kr. samanlagt.

Fyrirlestrarnir byrja báðir kl. 19:00 og standa í u.þ.b. 3 tíma hvor og fara fram í húsnæði Hjálparsveitar skáta í Reykjavík að Malarhöfða 6. Báðir fyrirlestrarnir fara fram á ensku.

Nánari upplýsingar á vefnum www.hundar.is