Þetta byrjaði þannig að ég bróðir minn og mamma ákvöðum að fá okkur hund/tík, svo ég fór á netið og leitaði að hundum/tíkum og vildi svo heppilega til að ég fann 4 tíkur sem voru gefins uppi á slefossi.. sama dag þegar að ég og mamma vorum á leiðinni í vinnuna ákvað bróðir minn að renna uppá slefoss og ná í eina tík.. og hann fór og sótti eina alveg gullfallega svarta og hvíta og bar hún nafnið Freyja.. bróðir minn kom og sýndi mér og mömmu hana Freyju og öllum fannst hún ógeðslega mikil dúlla.. svo fór Bróðir minn með hana heim í Njarðvík og sýndi pabba hana… pabbi hringir nokkrum mín.. seinna í mömmu alveg bandbrjálaður og hvartandi yfir þessum hundspotta eins og hann kallaði hana ALLTAF. svo daginn eftir sat ég í vinnuni með pabba og hann var að skoða fréttablaðið eða eikkað þannig og sá að væri verið að auglýsa veiði í á..og hann hringdi í mömmu og spurði hvort han mætti fara í veiði þetta sumar… og hún sagði "Bara ef þú samþykir að eiga hana Freyju,, og hann sagði OK bara fyrir eina heimska veiðiferð..Svo liðu nokkrir mánuðir og allir yfirsig hrifnir að freyju NEMA pabbi hann hataði hana alltaf og var síhótandi að skilja við mömmu ef að hún myndi ekki fara að losa sig við hana freyju.. svo mamma ákvað að reyna að gefa hana og spurði því hana lindu frænku og hún sagði JÁ og vitið menn hún kom tveim eða þrem dögum seinna og sagðist ekki geta verið með hundinn því hún væri að fara á ættarmót, Svo við tókum hana aftur til okkar og allir voða ánægðir á ní… svo hélt þetta áfram pabbi síhótandi öllu illu… þá reyndum við að gefa einhverjum öðru hundinn… síðan einhverri hálfri viku seinna sagði fólkið að lítið barn hafi fengið bráðofnæmi…( þá var bróðir minn búinn að keyra framhjá h´´usi fólksins og sá börn fólksins vera að berja Freyju). Svo við tókum hana aftur til okkar… og þegar að vioð erum búinn að eiga hana þá vill pabbi bara vera góður við hana þegar að hann er í glasi .. eða VIRKILEGA góðu skapi… og þess á milli lá við að hann væri að lemja hana.. þannig að núna fyrir rúmmi viku ákvað mamma bara að svæfa hana áður en pabbi myndi endalega ganga frá henni… því hann var nánast aldrey góður við hana… og núna í dag þann 27 janúar 2004 kl rúmlega 16:00. fórum ég og mamma með hana til dýralæknisins og létum svæfa hana og um leið og ég og mamma komum út í bíl vrotnaði ég niður og grét og grét og grét… mig langaði svo að fara aftur inn og ná í hana en því miður var það ekki hægt… og mun hún alltaf lifi innst inni í hjarta mínu…