Ég á border collie hund. Hann er voðalega skemmtilegur og hlíðir stundum innanhúss. Alltaf þegar fólk er að koma inn eða út úr húsinu þá reynir hann að komast út. Þegar hann kemst út þá verður hann alveg óður. Hann hleypur á eftir bílunum, pissar og kúkar á götuna og hlýðir engu sem maður segir við hann og hann er bara eins árs. Ég sem hélt að Border Collie hundar væru ekki svona óþekkir. Ég og allir í fjölskyldunni erum búin að fá nóg. Við viljum hjálp. Ef einhver veit ráð viljið þá segja frá? Því ég ætla að gefa hann ef ég fæ engin ráð!