Ég bý í breiðholtinu og hef mikið verið að gæla við það að fá mér hund. Ég haf alltaf haft gaman að öllum dýrum og þau að mér. En hundar eru mér aðeins erfiðari viðfangs.
Mig langar í félagsskap af þessu tagi. Ég viet að ég færi með hann nægilega oft að ganga, ég gæfi honum rétt að borða því e´g er einfaldlega góð í mér og bæði hundaeigiendur um ráð væri ég ekki viss um eitthvað og ég gefst ekki upp á vinum mínum.

En e´g hef mestar áhyggjur af því að hann yrði stundum aðeins of mikið einn. Því ég er í skóla. En unnusti minn fer í vinnuna á eftir mér svo þetta yrðu í allra mesta lagi 6 tímar á dag 2svar í viku eða svo. og mun styttra aðra tíma.
Gæti hundur þolað það?

Svo þegar maður ferðast.. ég er ekki á bíl.. má fara með dýr í strætó? ég hef séð fólk með litla hunda í strætó..
ÞEtta var aðaðllega forvitni því ég býst ekki við því að þurfa oft að ferðast með hann á þann máta.
Taka rútur hunda?

Ég vil bara fá góðar ábendingar frá fólki sem að á hunda. Því ég vil ekki gera neinu dýri það að þurfa að “skila” því eða svo vegna aðtæða. mér þykir það illa gert ég vil ekki prófa að vera hundaeigandi ég er tilbúin að skuldbinda mig næstu 12 árin eða svo telji reyndur hundaeigandi mig geta þetta.

Ég hef ágæta reynslu af hundum því ég fæ stundum Kubb lánaðan með mér í göngutúra svo ég er enginn byrjandi í hundum.. bara byrjandi í að eiga einn.

Í von um góð svör og ekkert skítkast takk.<br><br>ZZZzzzz
ZZZzzzz