nýr hundur
              
              
              
              Nú fékk frænka mín sér nýjan hund, en hinn er dáinn fyrir svona hálfu ári eða svo.  Gamli hundurinn var vanur að liggja á gólfmottu inní stofu meðan fólkið horfði á sjónvarpið…svo gerist það að nýi hundurinn fer á þessa mottu og verður mjög órólegur.  Hann skynjar eitthvað, því sá gamli var alltaf á þessari mottu.  Ótrúlegt hvað þau skynja þessi grey.  Hann byrjar stanslaust að væla og þau grunar hver ástæðan er.
                
              
              
              
              
             
        








