Ég er í vandræðum. Ég er með 11 mánaða tík sem er alveg yndisleg.. en það er komið upp nýtt vandamál. Hún er farin að pissa og kúka inni þegar hún er skilin eftir, sem er ekkert meira en áður fyrr. En ég passa alltaf að hún fái að fara almennilega út áður en ég fer. Og ég hef tekið eftir því að þetta er oft bara smá kúka dellur, eins og hún hafi verið að reyna að kúka, bara til þess að kúka. Og ef hún er ekki búin að kúka, þá er hún búin að skemma eitthvað. Greinilegt að hún veit að hún er búin að gera eitthvað rangt því að hún er þvílíkt skömmustuleg þegar ég kem heim.
Hvað á ég að gera, mér finnst svo leiðinlegt að þurfa að byrja á því að finna kúkinn þegar ég kem heim.
Eitthver??