Halló, er búinn að surfa netið til að leita mér upplýsinga varðandi hundahald í fjölbýlishúsum. Þannig að mál með vexti að ég er í fasteignarkaupshugleiðingum en hef jafnframt hugsað mér að eignast hund í framtíðinni. Er búinn að finna lög um fjöleingarhús og samþykktir varðandi hundhald í hinum ýmsu sveitarfélögum. Út frá lesningu minni á þessum lagaskáki öllu saman skilst mér að maður þurfi ekki leyfi hinna í fjölbýlinu til hundahalds ef maður er með sérinngang. Er þetta rétt og á þetta við um öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu?

Með fyrirfram þökk..

Arnó