Sæl öll
Vegna persónulegra aðstæðna vantar mig pössun fyrir dúlluna mína,frá og með deginum í dag(sem fyrst) og eitthvað fram yfir áramót
Tera er blanda af boxer og labrador,og verður eins árs 15 nóv.
Hún er afskaplega ljúf og góð,vön börnum og öðrum hundum,
Hún þarf að komast á gott heimili þar sem hún verður ekki mikið ein,
En hún vill naga allt þegar hún er skilinn eftir ein,
þess vegna er best að hafa hana í búri ef hún er eitthvað ein.
Ég er nýbúin að kaupa stórt og gott búr fyrir hana,sem hægt er að fella saman,og hún er vön að sofa í því á næturna.
Búrið myndi að sjálfsögðu fara með henni og eins ólarnar hennar,og ég myndi sjá um allan kostnað,s.s.fóður og bein
Hún er vön daglegum göngutúr og ég hef notað halti múl á hana,sem kom nú bara til ,
því ég var ekki nógu dugleg að kenna henni að ganga við hæl,
Eg verð nú að viðurkenna það að hún kann ekki mikið af trixum,en hún hlýðir innkalli,
og kann að setjast og heilsa,hún skilur skipanirnar nei og bíddu og gerðu svo vel.
Ef það er einhver sem gæti hugsað sér að passa hana
væri það vel þegið.
Hér er hægt að sjá myndir
http://tjorvar.is/gallery/tera
<br><br>Kveðja Tara
Kveðja Tara