Áðan var ég að horfa á fréttir á Stöð 2 með mömmu og pabbi og allt í einu sá ég frétt um að hundi hafi verið stolið. Ég er algjör dýravinur og ég hugsaði bara hver getur gert eitthvað svona. Þetta var Chihuahua hundur sem að er uppáhaldstegundin mín og það voru sýndar myndir af honum og hann er algjör dúlla, hann er bara fimm mánaða.

Þetta gerðist þannig að eigandi hundsins var að fara að skjótast inn í búð og lét hundinn sinn býði í bílnum því að þá má ekki fara með dýr inn í búðir og þessi maður gleymdi að læsa bílnum sínum og á meðan hann var inni var hundurinn tekinn. Hann var bara fimm mínútur inni í búðinni og á þeim tíma var hundurinn hans tekinn.

Hvolpurinn er snökkt klipptur Chihuahua hundur og er ljósbrúnn á litinn. Hann er algjör dúlla, ég fæ kannski svona hund í vor en ég ætla ekki að tala um það hér.

Ég vorkenni þessum manni mjög mikið og vona að hundurinn finnst sem fljótast. Það var sagt að þeir sem sjá hann eigi að hafa samband við lögregluna í kópavogi.

Hver getur stolið fimm mánaða hvolpi? Sá maður hlítur að eiga eitthvað bágt og með enga samvisku. Hvað ætlar þessi maður eiginlega að gera við hundinn? Ekki getur hann bara eignað sér hann, ef hann fer með hann út í göngutúr þá gæti löggan tekið hann svo hvað getur hann gert? Selt hann eða eitthvað þannig?

Hvað finnst þér um þetta rán?

Kveðja Birki