Tíkin sem ég átti einu sinni, hún Perla (sama Perla og Siggasam sendi inn greinina um) eignaðist nú einu sinni hvolpa. það komu 6 hvolpar í þessu goti, en við leyfðum 4 af þeim að lifa. Einn af hvolpunum, sem var tík fór á sveita bæ, staðsettan nálægt Húsafelli.
Stuttu síðar frétti ég að hvolpurinn, sem fékk nafnið Týra, var alltaf höfð úti, bundin við ömurlegan hundakofa og fékk voðalega sjaldan að hlaupa um og náttúrulega gerði þetta mig frekar reiða.

En það sem gerði mig enn þá reiðari var það að þau höfðu fengið sér Týru í einum tilgangi: að eignast hvolpa undan Lappa, en það var hundurinn sem að þau áttu fyrir og þar sem að hann var orðinn frekar gamall að þá vildu þau fá hvolp undan honum svo að eitthvað af honum myndi lifa áfram, sem í sjálfu sér er nú frekar skiljanlegt, en það sem gerir mig æfa reiða er það að þegar allir hvolparnir voru farnir (nema þessi eini sem þau ætluðu að eiga) þá lóguðu þau Týru!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

En Þegar við fréttum að þau höfðu bara viljað fá tíkina til að eignast hvolp báðum þau um að láta okkur hafa hana aftur þegar hinir hvolparnir voru farnir í þeirri von um að finna betra heimili handa henni, en allt kom fyrir ekki…. Þau lóguðu henni bara!!!!!! >:(
og nú er hún farin veslingurinn….
blessuð sé minning henna
Everyone believes in destiny… some just don't know it yet