Cavalier king Charles spaniel



Gæluhundur
Þessi tegund var uppi á 16. og 17. öld en það var amerískur hundaáhugamaður sem varð var við það, árið 1926, að nútíma King Charles Spaniel var ólíkur gömlum listaverkum sem til eru af honum. Breskir hundaræktendur endurræktuðu því hinn forna Toy Spaniel sem einusinni nánast allt kóngafólk átti. Blandað var saman King Charles Spaniel, Pug og Pekingese og þannig varð fyrsta útgáfan af Cavalier King Charles. Það var síðan viðurkend hundategund árið 1945. Cavalierinn er breiðari og hefur lengra trýni heldur en King Charles Spaniel. Nú er hann farinn að verða vinsælli en King Charles og skyggir svolítið á hann.

Höfuð: Hringlaga og eiginlega flatt. Keilulaga, stutt trýni og sterkir kjálkar nefið er svart og augun dökk, hringlaga, stór og ekki útstæð. Eyrun eru hátt á höfði hans og erulöng og liðuð.

Búkur: Er langur, hálsinn miðlungslangur, bringan í meðalstærð og bakið beint. Grannir og nettir fætur með sterkum þófum.

Rófa: Ber hana glaðlega. hún er með lítilli sveigju en hann setur hana aldrei fyrir ofan bak.

Feldur: Liðaður en þó ekki krullaður, sídd er miðlungs.

Stærð og Þyngd: 25-34cm og 5-9kg

Persónuleiki:
Fjörugur og orkumikill, mjög líflegur. Góðhjartaður, gáfaður og blíður. Hann er góður vinur og geltir lítið.

Þjálfun & umhirða:
Hann þarf ákveðna en vinalega og góða þjálfun. Hann aðlagast borgarlífinu vel en þarf daglega langan og góðan göngutúr. Hann þolir mjög illa að vera einn og er mjög viðkvæmur fyrir kulda og raka. Það þarf að kemba hann tvisvar til þrisvar í viku og mikilvægt er að fylgjast mjög vel með augum og eyrum vegna hættu á sýkingum.

Þetta er líka alveg yndislegir hundar. Það veit ég því ég hef kynnst nokkrum þeirra vel. vona að þetta segi eitthvað fyrir eigendur svona hunda. Fór inn á www.leit.is og fann þetta þar undir Cavalier. Skrifaði það svo upp í “mínum eigin” orðum.
Kveðja Stubba Potte