HeiHó öll sömul.

Ég er hamingjusamur pabbi 10 vikna blendings undan Border Collie og Rough
Collie. Það gengur allt saman mjög vel, nema þegar sá litli er orðinn þreyttur, þá á
hann til að glefsa mjög mikið. Hann er greinilega í vandræðum með trýnið á sér,
og virðist vera viðþolslaus. Við höfum ekki leyft honum að ganga í puttana á
okkur, og bönnum honum alltaf. Hann á nóg af dóti til að naga, en vill heldur
naga okkur, þegar í hann er kominn svefngalsi. Það liggur við að ég þurfi að sitja
hjá honum og svæfa hann þegar málin eru sem verst. Eigið þið einhver góð
heilræði?