Ég veit ekki hvenær ég byrjaði að hafa svona mikinn áhuga á Pomeranian hundum en ég held að ég hafi verið svona 10-12 ára.
Uppáhalds tegundirnar mínar eru Pomeranian og síðan Tibetan Spaniel síðan íslenskur og síðan örugglega chihuahua, Pug, og Cavalier þetta eru svona uppáhlads hundategundirnar mínar, annars á ég eina íslenska tík sem er 4 og verður 5 á næsta ári hún er frekar lítil og er alveg ágætur hundur.Ég er alveg búinn að ákveða að ég ætla að fá mér Pomeranian hund þegar ég verð stór, ástæðan fyrir því að mig langar svo mikið í Pomeranian hund er út af því þeir eru litlir kjölturakkar og mig langar mjög mikið í kjölturakka og þeir lifa lengi og er góðir.Þegar ég var eitthvað svona 10 eða 11 þá var matarboð hjá frænku minni og hún bauð vinum og frændsystkinum í boðið og það var ein kona sem átti Pomeranian hund og kom með hann,hann var brúnn og var 10 mánaða algjör dúlla, eftir það hefur mig alltaf langað í Pomeranian hund.
Ég hef þúsund sinnum spurt mömmu mína hvort ég meigi fá Pomeranian hund en hún segir alltaf nei.Ég vona bara í framtíðinni að ég fæ Pomeranian hund.