Mig langar svo óskaplega mikið í hund, en þannig er mál með vexti að maðurinn minn er með ofnæmi fyrir hérumbil öllu.
En hann er nú samt til í að reyna þetta með og við erum að velta fyrir okkur einhverjum hundum sem ekki fara úr hárum.
Hvaða tegundir eru það sem ekki fara úr hárum?
Getur einhver gefið mér frekari upplýsingar um svona hunda og hvernig hægt er að verða sér úti um svona hunda.
(sem ódýrast, við erum fátækir námsmenn, með barn)

Ef einhver getur hjálpað mér og gefið mér upplýsingar þá endilega látið mig vita.

Kveðja
Tzip