Þetta er grein sem ég fann á http://www.bestivinur.com:



Hundur drapst í smáralind í vikunni þegar hann lenti á milli stafs og hurðar:

Hundur drapst í smáralind í vikunni þegar hann lenti á milli stafs og hurðar. Nýverið voru öll öryggisatriði í Smáralind yfirfarin og lokaúttekt gerð á húsinu og því eiga öll öryggisatriði það að vera í lagi.

Slys átti sér stað í Smáralindinni á miðvikudaginn þegar hundur klemmdist á milli stafs í snúningshurð sem er í verslunarmiðstöðinni. Tvær stúlkur voru með hundinn fyrir utan verslunarmiðstöðina þegar slysið átti sér stað. Hundurinn mun hafa hlaupið frá stúlkunum og elt fólk sem var á leið inni í Smáralindina. Þegar að hurðinni var komið settist hundurinn niður á jörðina í stað þess að fara inn og vildi þá ekki betur til en svo að hann lenti á milli ytra og innra glers á snúningshurðinni þannig að hann hlaut bana af. Sjónarvottar segja að um smáhund hafi verið að ræða og að hann hafi hreinlega klippst í sundur þegar hurðin lenti á hálsi hans. Hurðin mun hins vegar hafa haldið áfram að snúast samkvæmt sömu heimildum.

Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá öryggisstjóra Smáralindar mun ekkert vera athugavert við hurðina en athugun á henni hefur þegar farið fram. Öryggisstjórinn staðfesti í samtali við DV að hundurinn hefði drepist við umræddar aðstæður en hann gat þó ekki fullyrt hvort hann hefði klippst í tvennt.

,,Samkvæmt því sem sást á öryggismyndavélum stakk hundurinn hausnum á milli innra og ytra glers sem er á snúningshurðinni og lenti þar á milli. Ekkert mun samt vera athugavert við hurðina. Á henni eru nemar sem skynja ef einhver aðskotahlutur lendir á milli en þetta grey vara bara svo lítið og því fór sem fór. Þetta er auðvitað leiðindaaatvik en svona getur alltaf gerst."

Þær upplýsingar fengust hjá byggingarfulltrúa Kópavogs að ný væri búið að fara yfir húsið og gera lokaúttekt og því ætti öll öryggisatriði að vera í lagi. Samkvæmt því er það opinber staðreynd að húsið sé öruggt og því ekki við að búast við neinum aðgerðum af hálfu yfirvalda vegna atviksins.



Aumingja voffinn,
kv. Simgirl