Þar sem komið hefur fram að 300 manns hafi komið í hvolpapartíið að Dalsmynni, og allir með sinn hund eða hunda, reiknast mér svo til að hún sé bara út frá þessu dæmi búinn að græða á fólki hvorki meira né minna en 39.000.000.- Hvernig ætli skattstjóri geti fylgst með þessu, og afhverju eru þau ekki fyrir löngu búinn að gera aðstöðuna þannig með allan þennan pening eins og fyrir þeim hefur verið lagt, maður skilur ekki svona lagað, eða það geri ég ekki. Mikið væri gaman að heyra í fólki sem gaf upp til skatts ef það keypti hund frá Dalsmynni, ég gerði það eftir að hafa kynnt mér hvort ég ætti að gera það. Þetta er enginn smá upphæð, eflaust hærri, því ég reikna bara út frá þessu hvolpapartíi þar sem 300 manns mættu, en það eru miklu fleirri sem eiga hund frá þeim en mættu ekki, kveðja Hallgrímur.
Popo , the mighty one…