Ég vil spyrja ykkur hvernig sé dæmt í svona hundasýningum. Veit ekki alveg eftir hverju er dæmt. Ég hef farið á tvær hundasýningar hjá HRFÍ og í flestum tilfellum vinnur sá hundur sem mér fannst alls ekki fallegastur. Síðan kannski sá sem ég tel fallegastan lendir kannski í engu sæti. ´
Á síðustu hundasýningu sem ég fór á fannst mér vinningshundurinn í einni tegundinni (nefni engin nöfn) ekki eins og hann ætti að vera. liturinn frekar afbrigðilegur og í vitlausum hlutföllum. Skil ekki alveg hvað þessir dómarar vilja…
Ég veit allavega að þeir taka mark á tönnunum.

Vonast eftir svari kveðja hvuttinn :)