Það var hundur sem var með húsbónda sínum að veiða í Hvítánni. Maðurinn var að veiða fisk þegar hundurinn syndir út í Hvítánna og skolast niður hana. Kallinn byrjar að leita af honum og keyrir meðfram ánni. Hann er búinn að leita í langan tíma en finnur ekki hundinn þannig að hann ákveður bara að fara upp í bjálka að sofa því að hann var orðinn þreyttur og vissi að hundurinn væri látinn. Næsta dag ákvað hann að fara niðu á Hvítárós til að finna allavega líkið af hundinum þegar allt í einu kemur hundur og hleypur að honum í góður skapi því þá var þetta hundurinn hans sem hafði synt niður alla Hvítánna. Hann hefur synt niður Faxa (stór foss)eða örugglega farið upp úr og labbað niður og synt aftur. Hann hefur synt niður miklar flúðir en komið lífs af. Ég spyr bara var þetta heppni hjá hundinum eða geta allir hundar synt niður sonna?