Síðastliðna helgi fór ég með 5 mánaða hundinn minn í útilegu. Við gengum niður að læk einum og sáum fullt af hundum. Ég var með minn í taumi. Einn af þessum hundum var karlkyns chiuhauhahundur. Hann fór að tíkinni minni og réðst á hana.
Ég get sko sagt ykkur að þetta var enginn leikur. ÓNEI!
Hann beit hana og beit og hún var alveg í sjokki greyið. Ég vil nefna að hann var ekki í taumi. Eigendurnir létu eins og ekkert hafi í skorist en fólk sem var vitni að þessu brá jafn mikið og mér.
Ég spyr enn og aftur. Er þetta eðlileg hegðun?