Þegar maður sækir um leyfi fyrir hundahald á höfuðborgarsvæðinu, fær maður allt að 50% afslátt hafi hundurinn sótt hvolpa eða hlýðninámskeið. Það er ekkert um það að segja nema gott, en spurningin er sú hvaða skóla skal velja? Bali hundaskóli hundaræktunarfélags Íslands er einn kosturinn, annar er Gallerý voff hjá henni Ástu, en eru til fleirri? Hvaða réttindi þarf maður að hafa til að geta titlað sig hundaþjálfara? Ég veit að Ásta í gallerý voff fór á einhvert námskeið í hundasálfræði eða eitthvað því um líkt, en er ekki viss um hvað þjálfararnir á Bala hafa stundað.
Mér fyndist alveg tilvalið að haldið yrði nokkrum sinnum á ári hlýðnipróf með dómara, þar gætu hundar sem stæðust prófin fengju sömu afslætti og þeir sem að fara í hundaskóla. Staðreyndin er sú að öll þekkjum við fullt af fólki sem að á hunda sem það hefur enga stjórn á, en hafa farið og staðist hundaskóla. Mér þætti gaman að vita hvort ég sé sá eini sem að sé á þessarri skoðun?
P.s.Já ég hef ekki farið á hlýðninámskeið:( ennþá……