well nú fer að líða að hundasýningu hrfi sem er föstud-sunud hverjur mæta og hverjir sýna?
pjakkur mætir á föstudeiginum frá 19:03-19:06 :d
Ágæti hundeigandi og sýnandi, Rvík. 11.06. 2003

Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands verður haldin í Reiðhöll Gusts í Kópavogi laugardaginn 28. júní og 29 júní 2003.

ATH! Sérstök hvolpasýning verður haldin föstudaginn 27. júní og hefst hún kl. 18:00. Keppni ungra sýnenda fer einnig fram föstudaginn 27. júní og hefst hún kl. 16:00. Dómari á hvolpasýningu og í keppni ungra sýnenda er Jenny Miller frá Englandi.

Ath! Dagskrá föstudagins er á heimasíðu hér.

Það er afar mikilvægt að sýnendur mæti á réttum tíma, svo ekki verði tafir við innritun. Vinsamlega skiljið hundinn eftir úti í bíl á meðan . Sýningarnúmer og sýningarskrá verða afhent við innritun. Hundar sem lenda í úrslitum mega ekki yfirgefa sýningarstað. Mætið tímanlega í biðbás og munið að skila sýningarnúmeri og nælu að lokinni keppni. ATH! Sýnendur sem sýna marga hunda af sömu tegund verða að hafa með sér aðstoðarsýnendur, svo ekki verði tafir á sýningunni.

Ath! Höldum biðbásum hreinum! Látið hunda ykkar ljúka sér af áður en inn á sýningarstað er komið. Munum að teppin eru okkar sameign!

Þú ert vinsamlega beðinn að mæta í skráningu einni klst. fyrir auglýstan sýningartíma þinnar tegundar (sjá dagskrá). Athygli er sérstaklega vakin á því að auglýstur sýningartími er leiðbeinandi og getur fyrirvaralítið breyst. Hundar sem sýndir eru á sýningum HRFÍ verða að vera bólusettir árlega gegn þeim smitsjúkdómum sem leyfilegt er að bólusetja gegn hér á landi.

Dagskrá laugardaginn 28. júní 2003


Hringur 1.
Dómari: Frank Kane, Englandi:
kl: 11:00-11:24 Dalmatíuhundur
kl: 11:24-11:40 Weimaraner
kl: 11:40-12:12 Vorsteh
kl: 12:12-12:24 Pointer
kl: 12:24-12:40 Enskur setter
kl: 12:40-12:48 Gordon setter
kl: 12:48-13:20 Írskur setter
kl: 13:20-13:52 Enskur cocker spaniel
hlé
Dómari: Jens Erik Sönderup frá Danmörku:

kl: 14:15-15:31 Labrador retriever
kl: 15:31-15:55 Golden retriever
kl: 15:55-15:59 Chesapeake Bay retriever

Tegundahópur 1-3-6-7 og 8
Hringur. 2. Dómari:
Dómari: Luis Pinto Teixeira frá Portúgal:

kl: 11:00-11:24 Border collie
kl: 11:24-11:32 Briard
kl: 11:32-11:48 Collie
kl: 11:48-11:52 Shetland sheepdog
kl: 11:52-12:56 Þýskur fjárhundur
kl: 12:56-13:00 Basset hound
kl: 13:00-13:08 Border terrier
kl: 13:08-13:20 West H. W. terrier
kl: 13:20-13:36 Silki terrier
kl: 13:36-13:52 Yorkshire terrier
hlé
Dómarí: Jenny Miller frá Englandi:

kl: 14:15-14:39 E. springer spaniel
kl: 14:39-15:19 Am cocker spaniel


Mæting til úrslita á laugardag kl. 15:00

Besti öldungur tegundar, rækt.hópur og afkv. hópur tegundar og besti hundur í ofangr. tegundahópum (1. sætið) eiga að mæta til úrslita á sunnudegi kl. 15:00.

Dagskrá sunnudaginn 29. júní 2003

Hringur 1.
Dómari: Frank Kane frá Englandi

kl: 10:00-10:12 St. Bernharðshundur
kl: 10:12-10:24 Dvergschnauzer
kl: 10:24-11:24 Boxer
kl: 11:24-11:40 Basenji
kl: 11:40-11:52 Pomeranian
kl: 11:52-12:36 Tíbet spaniel
hlé
kl: 13:10-15:26 Cav. king Charles spaniel
kl: 15:26-15:34 Poodle
kl: 15:34-15:50 Shih Tzu
kl: 15:50-15:54 Afghan hound

Tegundahópar 2-5-9-10

Úrslit sýningar
Hringur 2.
Dómari: Luis Pinto Teixeira frá Portúgal

kl: 10:00-10:12 Siberian Husky
kl: 10:12-11:40 Íslenskur fjárhundur
kl: 11:40-12:36 Dobermann
hlé
kl: 13:10-13:14 Rottweiler
kl: 13:14-13:18 Leonberger
kl: 13:18-13:42 Shar Pei
kl: 13:42-13:50 E. bulldog
kl: 13:50-15:10 Chihuahua
kl: 15:10-15:22 Bichon Frise
kl: 15:22-15:30 Pug
kl: 15:30-15:54 Papillon
kl: 15:54-16:10 Japanese Chin
kl: 16:10-16:14 Írskur úlfhundur


ATH!! Á sunnudegi verða dæmdir tegundahópar 2-5-9 og 10. Valinn verður besti öldungur sýningar, besti afkvæmahópur sýningar, besti ræktunarhópur sýningar og besti hundur sýningar.

Hundar sem keppa til úrslita á sunnudegi eiga að vera komnir á sýningarstað eigi síðar en kl.15:00.

ATHYGLI ER VAKIN Á ÞVÍ AÐ SÝNINGIN BYRJAR KL 11:00 Á LAUGARDAG EN KL 10:00 Á SUNNUDAG

ATH! Gott er að taka með sér vatnsskál fyrir hundinn og einnig púða eða sessur á áhorfendabekki.
og föstudagurinn Ágæti hundeigandi og sýnandi, Rvík. 11.06. 2003
Hvolpasýning HRFÍ verður haldin í reiðhöll Gusts í Kópavogi föstudaginn 27. júní nk. og hefst hún kl. 18:00.

Keppni ungra sýnenda fer einnig fram föstudaginn 27. júní og hefst hún kl. 16:00.
Ungir sýnendur eru beðnir um að mæta í skráningu eigi síðar en kl. 15:30.

Dómari á hvolpasýningu og í keppni ungra sýnenda er Jenny Miller frá Englandi.

Það er afar mikilvægt að sýnendur mæti á réttum tíma, svo ekki verði tafir við innritun. Vinsamlega skilji hvolpinn/ hundinn eftir úti í bíl á meðan . Sýningarnúmer og sýningarskrá verða afhent við innritun. Hvolpar sem lenda í úrslitum mega ekki yfirgefa sýningarstað. Mætið tímanlega í biðbás og munið að skila sýningarnúmeri og nælu að lokinni keppni.

Hvolpasýnendur ATH!
Þú ert vinsamlega beðinn að mæta í skráningu einni klst. fyrir auglýstan sýningartíma þinnar tegundar (sjá dagskrá).
Athygli er sérstaklega vakin á því að auglýstur sýningartími er leiðbeinandi og getur fyrirvaralítið breyst. Hvolpar/hundar sem sýndir eru á sýningum HRFÍ verða að vera bólusettir árlega gegn þeim smitsjúkdómum sem leyfilegt er að bólusetja gegn hér á landi.
Hvolpur skal hafa fengið a.m.k. tvær bólusetningar fyrir sýningu.

Dagskrá föstudaginn 27. júní 2003
Hvolpasýning/ungir sýnendur.
Dómari: Jenny Miller frá Englandi

Kl:16:00 Ungir sýnendur/ yngri og eldri flokkur

HVOLPAR:

Kl: 18:00-18:24 Cavalier king Charles spaniel
Kl: 18:24-18:45 Chihuahua
Kl: 18:45-18:48 Bichon Frise
Kl: 18:48-18:51 Chinese Crested
Kl: 18:51-19:00 Papillon
Kl: 19:00-19:03 Shih Tzu
Kl: 19:03-19:06 Tíbet spaniel
Kl: 19:06-19:21 Ameriskur cocker spaniel
Kl: 19:21-19:24 Golden retriever
Kl: 19:24-19:42 Basenji
Kl: 19:42-19:51 Íslenskur fjárhundur
Kl: 19:51-20:09 Siberian Husky
Kl: 20:09-20:21 Silki terrier
Kl: 20:21-20:42 Yorkshire terrier
Kl: 20:42-20:51 Enskur bulldog
Kl: 20:51-20:54 Nýfundnalandshundur
Kl: 20:54-20:57 St. Bernharðshundur
Kl: 20:57-21:00 Dobermann
Kl: 21:00-21:06 Þýskur fjárhundur

Úrslit: Besti hvolpur sýningar, 4-6 mánaða og 6-9 mánaða

Dagskrá alþjóðlegu sýningar félagsins sem fram fer laugardaginn. 28. og sunnudaginn 29. júní nk. er á heimasíðu félagsins: www. hrfi.is