Mig langar til þess að spyjra eigendurna á Dalsmynni, hvað það líður langur tími þar til fólk fær ættbók sem hundi sínum. Systir mín á tvo hunda frá þessum stað, og annar er 2ja og hálfsárs, en sá nýji er 4 mánaða. Hún er margoft búinn að hringja og þar er öllu fögru lofað, hún var svo sár, vegna þess að henni langaði svo að sýna hundana sína, en gat það náttúrulega ekki. Það skal tekið fram að hún staðgreiddi þá báða, og kostuðu þeir 130.000.- stykkið. Er einhver sem getur aðstoðað þegar svona kemur fyrir, hún er nú reyndar ekki nema 16 ára, og er hálf feiminn. Foreldar hennar sjá svo eftir að hafa ekki greitt fyrir þá að fullu, þegar ættbækurnar kæmu, en þau vissu ekki betur en að þær kæmu í pósti viku seinna. f.h. Signý.
Popo , the mighty one…