Halló.
Nú erum við loksins búin að fá hann Týr okkar sem er labrador og er 10 vikna. Málið er að hann lætur öllum illum látum þegar hann á að fara að sofa inní þvottahúsi. Fyrstu tvær næturnar gengu mjög vel, þá var hann í búrinu sínu inni hjá okkur, en svo færðum við hann inní þvottahús (og búrið) og þá bara vælir hann og gjammar…NEMA ef hann sofnar á stofugólfinu og við færum hann svo inn í þvottahús, þá hefur það yfirleitt gengið upp. En það er ekki hægt endalaust. Hvernig á að fá hann til að sætta sig við þetta? Ekki gengur að láta hann gjamma og gjamma, ég er svo hrædd um að nágrannarnir fari að kvarta, við erum nýflutt í hverfið. Ef einhver er með ráð endilega deilið því með mér, og fleirum.
Takk takk…<br><br>Kveðja alsig