vinur minn sem er blaðberi lenti í mjög óskemmtilegri uppákomu um daginn. Hann var að bera út póst í bústaðahverfinu. Hann gekk upp að húsi og ætlaði að fara að smella bréfi inn um bréfalúguna þegar alltíeinu skýst lítill hundur (ábyggilega með hundaæði) út úr garðinum einsog eldibrandur og bítur vin minn í löppina. Hann hraktist burt frá óðum hundinum og átti fótum sínum fjör að launa þegar hann hljóp í skjól í næstu götu. Mér finnsta það ótrúlegt að fólk hafi ekki betri stjórn á þessum óargadýrum þegar saklausa póstbera ber að dyrum
Ég lýk máli mínu