Hmm ég á 1 árs gamlan Irish Setter hund, þannig er vandamálið að í hvert skipti þegar ég fer með hann út að hlaupa þá er ég náttla með hann í bandi, en þegar ég sleppi honum þá er hann bara í kapphlaupi upp á líf og dauða, hleypur um allt Rauðavatn eftir öllu litlum fuglum og öðrum verum þar og stoppar gjörsamlega ekki þótt það sé öskrað á hann trekk í trekk, við erum búinn að reyna gjörsamlega allt til að fá hann til að hætta að hlaupa í burtu frá okkur en eina sem er á heilanum hans er að hlaupa eftir þessum fuglum. Endilega gefið mér ábendingu yfir hvað gera skal til að hemja þessa rosalegu veiðiþrá hjá hundinum mínum og ég vona að þetta er bara eitthvað skeið sem hann gengur í gegnum, því mig langar svo að sleppa honum og leyfa honum að hlaupa eitthvað smá frjálslega.