Þessi grein er skrifuð fyrir þá sem vilja vita meira um þessa tegund.

Mjög kröftugur hundur sem getur verið frábær varðhundur. Rottweiler er mjög vinsæll um allan heim, bæði sem vinnu og heimilishundur. Hann er auðveldur í þjálfun en rétt verður að fara að henni og umgangast þarf hundinn af fullri virðingu. Eins og með önnur vinsæl hundakyn verður að vanda valið á ræktendum, því vegna vinsældar tegundarinnar fara sumir frekar eftir magni en gæðum. Rottweiler er yfirleitt ekki heppilegur með öðrum hundum á heimilinu. Hann myndar sterk bönd og er mjög háður eiganda sínum. Rottweiler getur sýnt árásagirni gagnvar ókunnugum. Rottweiler endurspeglar persónuleika eiganda síns. Ef farið er með hundinn af miskunnarleysi og grimmd getur hann þróast í mjög hættulegt dýr.

ÖRLÍTIÐ UM UPPRUNAN
Rottweiler var ræktaður í bænum Rottweil sem er í Suður- Þýskalandi í kringum 1800. Hann var upprunalega notaður við gæslu nautgripa og sem varðhundur. Þýski herinn notaði hann í fyrri heimstyrjöldinni.

UMHIRÐA
Auðvelt er að hirða
feldinn, bursta þarf hann af og til. Þessi tegund umber hita ekki vel.

HREYFING
Rottweiler þarf mikla daglega, reglulega hreyfingu og mikið pláss. honum líkar ekki að vera lokaður inni eða bundinn upp.

LITUR
Svartur með aðgreindum gulbrúnum blettum á kinnum, fyrir ofan augun, á trýni, neðanverðum hálsinum, neðanverðri bringunni, fótum og undir enda skottsins.

Kv.Bjossi200
Autobots, roll out.