Þessa grein skrifa ég fyrir það fólk sem vill vita meira um þessa tegund.

Cavalier er vinalegur, kátur og blíður hundur, sem hefur orðið gífurlega vinsæll um allan heim. Á marga vegu er þetta fyrirtaks fjölskylduhundur og félagi. Cavalier er harðger, mjög félagslyndur og barnelskur. Hann er stærstur smáhundanna. Cavalier þolir vel kalda veðráttu og er tiltölulega auðveldur í þjálfun. Virkur, þokkafullur, ástúðlegur og óttalaus. Þessi litli spaniel var veiðihundur sem rak upp bráð, þefaði hana uppi og kom auga á hana. Cavalier geltir yfirleitt ekki óhóflega, og er ekki heppilegur varðhundur. Hann er greindur og kröftugur hundur.

ÖRLÍTIÐ UM UPPRUNAN
Heimaland Cavalier er England en almennt er talið að hann eigi ættir sínar að rekja til Kína eða Japan. Árið 1920, kom Amerískur maður að nafni Roswell Eldridge á Crufts hundasýninguna í London í leit að King Chales Spaniel hundum með langt trýni, eins og sáust á málverkum eftir Van Dyck, af Karli konungi II og spaniel hundunum hans. Cavalier var nær útdauð tegund í lok 19. aldar en náði sér þó aftur á strik í kringum 1960. Árið 1940 var Cavalier viðurkennd tegund, en áður var hann sagður vera sama tegund og King Charles Spaniel.

UMHIRÐA
Dagleg burstun og reglulegt bað. Fylgjast þarf með augum og eyrum.

HREYFING
Cavalier þarf meðalmikla hreyfingu en sættir sig þó við það sem eigandinn býður honum. Hann elskar útivist og að fá að hlaupa laus. Nauðsinlegt er fyrir Cavalier eigendur að hafa aðgang að garði.

LITIR
Blenheim: kastaníubrúnir flekkir á perluhvítum grunni.
Tricolour: perluhvítur með svörtum flekkjum með brúnu á kinnum, yfir augum, innanfótar og undir skotti.
Ruby: einlitur kastaníubrúnn.
Black and tan: hrafnsvartur með brúnum flekkjum á kinnum, doppur yfir augum, innan í eyrum, á bringu , fótum og undir skotti.

Ég vona að þetta segi ykkur nóg um þessa tegund, hvuttar.net er frábær síða um ekkert nema hunda og þar getið þið fundið upplýsingar um tegundir.


Kv.Bjossi200
Autobots, roll out.