Hún Súsí mín vælir stöðugt og geltir stundum þegar ég læt heyrast í rimlunum og dreg þær upp og niður…er þetta hundageðveiki, eða er hún bara að leika sér? Finnst henni þetta óþolandi? Ég hef ekki hugmynd um það…svo ræðst hún á kústinn þegar ég sópa, en ef ég bý til svona hljóð einsog í ryksugu(með mínum munni) og hreyfi kústinn til, þá byrjar hún að væla og gelta…líka urra. Er þetta allt saman bara leikur? Líka þetta með rimlagardínurnar? Mig langar svo að vita hvað hún er að hugsa þegar hún heyrir í rimlunum…en ég mun auðvitað aldrei komast að því ;) en hefur einhver sömu reynslu?