Það er bara mjög mismunandi á hvað fólk er að láta þessa hunda. 
Stundum er hægt að fá eldri hunda gefins, jafnvel hvolpa líka. Blendingar eru oftast gefins. 
En afhverju viltu hreinræktaðann án ættbókar ? Kemur ekki alveg eins til greina blanda td af labba og golden ? 
Ég fann tík fyrir foreldra mína nýlega, 6 mánaða gamla, sem er sjéffer og labrador blanda. Frábær hundur í alla staði, og ég fékk hana gefins. 
Það er td. hægt að setja inn fría auglýsingu eftir hundi hérna á huga, og veit ég á hundaklubbur.tk án efa á fleiri stöðum líka. 
Ég myndi bara auglýsa, og sjá hvað er í boði, ég veit að það er erfitt að fá labrador hunda, ég var búin að leita að hundi í rúmann mánuð þegar ég fann þessa tík fyrir foreldra mína. 
Gangi þér vel í leitinni og ég vona að þú finnir rétta hundinn :)<br><br>——————————
“Það besta sem Guð hefur skapað er …… nýr dagur”